Hár

Unique-JulietteRowland-29.jpg
 
 

Klipping

Við leggjum metnað okkar í að veita faglega og persónulega þjónustu, markmið okkar eru skýr, við viljum hafa þig ánægða/ánægðan.

Hversu oft þú þarft að koma í klippingu, ræðst af persónulegu mati þínu og/eða þíns fagmanns.

 

 
 
 

Litun

Aveda hárlitirnir

Hárlitirnir frá Aveda eru náttúrulegir og innihalda hátt hlutfall af olíu sem nærir hárið. Prófaðu 96 % náttúrulega hárliti sem eru búnir til með það í huga að geta svarað óskum þínum. Útkoman verður fallegur háralitur sem skemmir ekki hárið og endist lengur.

Litirnir eru búnir til með það í huga að geta verið sérhannaðir fyrir hvern einasta viðskiptavin. Háraliturinn er eitthvað sem allir AVEDA aðdáendur ættu að prufa. Það sem gerir hann frábrugðinn öðrum háralitum er aðaluppistaðan sem eru jurtir, plöntur og olíur.

Babassu olían er eitt af lykilhráefnum, hún er mjög nærandi og þess vegna gefum við okkur alltaf rúman biðtíma fyrir litinn – sem er þá tilvalinn dekurtími á Spa-inu okkar.

Aveda hárskol

Hárskol úr 99% náttúrulegum efnum sem færir hárinu ferskan lit og glans. Litameðferðin bætir ástand hársins, nærir það og gerir glansandi með olíum sem vernda hárið.

 

Við vitum að þinn tími er dýrmætur !

því bjóðum við upp á meðferðir á Spainu

- meðan þú bíður með litinn.

 

 

Viðhald

Til þess að viðhalda fallegum lit og fylgja eftir meðferðinni bjóðum við upp á úrvals vörur frá Aveda, Balmain og Paul Mitchell í verslun okkar í Borgartúni 29.

Aveda vörur má skoða hjá Aveda á Íslandi.

Balmain

Paul Mitchell vörur má skoða............

 

 

 
Unique-JulietteRowland-2.jpg
 
 

Greiðslur

Blástur og greiðsla

     Fermingargreiðsla

     Brúðargreiðsla

 

 

 
06-Unique_Spa_Bidstofa.jpg
 
 

Á meðan þú bíður með litinn í hárinu:

Litun og plokkun (með eða án hitamaska)

 • Plokkun eða vax á augabrúnir

 • Litun á augnhár

 • Litun á augnhár og plokkun

 • Litun á augnhár, brúnir og plokkun

 • Litun á brúnir og plokkun

 • Litun og plokkun og hitamaski

Hendur

Létt handsnyrting er í boði á meðan þú bíður. Neglur eru þjalaðar og naglabönd snyrt. Hendur eru nuddaðar með nærandi kremi.

 • Létt handsnyrting 30 mín

 • Létt handsnyrting og lökkun 45 mín

Fætur

Á meðan þú bíður eru í boði létt fótsnyrting annars vegar og létt fótaaðgerð hinsvegar. Í fótsnyrtingu þjalar snyrtifræðingur neglur og snyrtir naglabönd. Hörð húð er fjarlægð og fætur nuddaðir með kremi. Í fótaaðgerð eru neglur klipptar og lagaðar til, hörð húð fjarlægð og fætur nuddaðir með nærandi kremi. Auk þess vinnur fótaaðgerðafræðingur á fótameinum eins og miklu siggi, líkþornum, niðurgrónum nöglum o.fl. ásamt því að gefa ráðleggingar hvernig best sé að viðhalda heilbrigði fótanna. Þegar komið er í létta fótsnyrtingu eða fótaaðgerð þá ákveður viðskiptavinur hvað hann vill leggja áherslu á, t.d. neglur, sigg eða einhver vandamál.

 • Létt fótsnyrting 30 mín

 • Létt fótsnyrting með lökkun 45 mín

 • Létt fótaaðgerð 30 mín

 • Létt fótaaðgerð með lökkun 45 mín

Vaxmeðferðir

Snyrtifræðingurinn fer með þér yfir hvaða vaxmeðferðir  er hægt að taka á þeim tíma sem þú hefur.