Hár

34-Unique_greidslur.jpg
 
 

Klipping

Við leggjum metnað okkar í að veita faglega og persónulega þjónustu, markmið okkar eru skýr, við viljum hafa þig ánægða/ánægðan.

Innifalið í þjónustu okkar er höfuð-, háls- og axlanudd ásamt hárþvotti. Markmiðið er að losa hugann við streitu og undirbúa hársvörðinn fyrir frekari meðferð.

Hversu oft þú þarft að koma í klippingu, ræðst af persónulegu mati þínu og/eða þíns fagmanns.

Barnaklippingar

Við klippum börn á öllum aldri, barnaklippingar er frá 0 – 13 ára

Dömuklippingar

Við fylgjumst vel með straumum og stefnum í klippingum og lit.
.

Herraklippingar

Innifalið í þjónustu okkar er höfuð-, háls- og axlanudd ásamt hárþvotti.

Markmiðið er að losa hugann við streitu og fá smá slökun.

 
Unique-heimas----a-7-10.jpg
 
 

Litun

Hjá Aveda er markmiðið að gæta umhverfisins sem við búum í, allt frá því hvernig við framleiðum vörur okkar og gefum til baka til samfélagsins.

Við hjá Aveda leggjum okkur fram í því að sýna ábyrgð og vera í forystuhlutverki í umhverfismálum, ekki einungis í heimi tískunnar heldur í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur.

Aveda hárlitirnir

Hárlitirnir frá Aveda eru náttúrulegir og innihalda hátt hlutfall af olíu sem nærir hárið. Prófaðu 96 % náttúrulega hárliti sem eru búnir til með það í huga að geta svarað óskum þínum. Útkoman verður fallegur háralitur sem skemmir ekki hárið og endist lengur.

Litirnir eru búnir til með það í huga að geta verið sérhannaðir fyrir hvern einasta viðskiptavin. Háraliturinn er eitthvað sem allir AVEDA aðdáendur ættu að prufa. Það sem gerir hann frábrugðinn öðrum háralitum er aðaluppistaðan sem eru jurtir, plöntur og olíur.

Babassu olían er eitt af lykilhráefnum, hún er mjög nærandi og þess vegna gefum við okkur alltaf rúman biðtíma fyrir litinn – sem er þá tilvalinn dekurtími á Spa-inu okkar.

Aveda hárskol

Hárskol úr 99% náttúrulegum efnum sem færir hárinu ferskan lit og glans. Litameðferðin bætir ástand hársins, nærir það og gerir glansandi með olíum sem vernda hárið.

Verð

Verð ræðst af því magni sem þarf í hárið, stutt eða sítt.

Biðtíminn

Þegar fagmaðurinn hefur sett litinn í hárið, er lágmarks biðtími 45 mínútur upp í 60 mínútur.

Við vitum að þinn tími er dýrmætur og því bjóðum við upp á smærri meðferðir í Spainu á meðan þú bíður.

Á meðan þú bíður

Viðhald

Til þess að viðhalda fallegum lit og fylgja eftir meðferðinni bjóðum við upp á úrvals vörur frá Aveda í verslun okkar í Borgartúni 29.

Aveda vörurnar má skoða hjá Aveda á Íslandi.

 

Litasérfræðingurinn

„Að okkar mati er Aveda liturinn flottastur, við gerum það sem við viljum með honum, þó svo að hann sé náttúrulegur er hægt að fá alla þá liti sem sem þú óskar þér. Hvort sem þeir séu náttúrulegir, hlýjir, kaldir eða ýktir.  Einnig erum við alltaf með regluleg námskeið fyrir allt starfsfólkið okkar svo að við erum alltaf með nýjustu “trendin” á hreinu fyrir þig.“

segir Iðunn Aðalsteins litafræðingur og kennari hjá Aveda

 
Unique-heimas----a-60-17.jpg
 
 

Greiðslur

Blástur og greiðsla

Hárblástur og hárgreiðsla, hvort heldur sem er reglulega eins og einu sinni í viku eða mánuði eða fyrir sérstakt tækifæri.  Fyrir yngri dömur eru fléttur sívinsælar meðan þær sem eldri eru velja frekar uppsett allt eða til hálfs.
Fyrir herrana er léttur blástur og gott gel oft allt sem þarf til að greiðslan haggist ekki.

Fermingargreiðsla

Fermingargreiðslur eru í boði, bæði fyrir fermingarstúlkur og fermingardrengi. Aðrir fjölskyldumeðlimir geta líka fengið þjónustu hjá okkur, það þurfa allir að vera fínir á hópmyndinni.

Brúðargreiðsla

Með hársnyrtimeistaranum þínum ert þú þá búin að ákveða hvernig brúðargreiðslan á að vera, hvaða skraut ef eitthvað verður notað og búið verður að áætla hvað greiðslan taki langan tíma.

Dekurpakkar

Við bjóðum einnig upp á brúðarförðun og í Spainu er hægt að fá meðferðir eins og gelneglur, handsnyrtingu, fótsnyrtingu og vaxmeðferðir fyrir stóra daginn/ nóttina.

Þá höfum við sett saman nokkra Dekurpakka, sem eru tilvalin gjöf fyrir vinkonurnar að slá saman og gefa gæsinni / tilvonandi brúður.

 
06-Unique_Spa_Bidstofa.jpg
 
 

Á meðan þú bíður

Þinn tími er dýrmætur – nýtum hann vel.

Sérsniðnar meðferðir,  á meðan að liturinn bíður í hárinu, gerðar af snyrtifræðingum okkar á Spainu.

Litun og plokkun (með eða án hitamaska)

 • Plokkun eða vax á augabrúnir
 • Litun á augnhár
 • Litun á augnhár og plokkun
 • Litun á augnhár, brúnir og plokkun
 • Litun á brúnir og plokkun
 • Litun og plokkun og hitamaski

Hendur

Létt handsnyrting er í boði á meðan þú bíður. Neglur eru þjalaðar og naglabönd snyrt. Hendur eru nuddaðar með nærandi kremi.

 • Létt handsnyrting 30 mín
 • Létt handsnyrting og lökkun 45 mín

Fætur

Á meðan þú bíður eru í boði létt fótsnyrting annars vegar og létt fótaaðgerð hinsvegar. Í fótsnyrtingu þjalar snyrtifræðingur neglur og snyrtir naglabönd. Hörð húð er fjarlægð og fætur nuddaðir með kremi. Í fótaaðgerð eru neglur klipptar og lagaðar til, hörð húð fjarlægð og fætur nuddaðir með nærandi kremi. Auk þess vinnur fótaaðgerðafræðingur á fótameinum eins og miklu siggi, líkþornum, niðurgrónum nöglum o.fl. ásamt því að gefa ráðleggingar hvernig best sé að viðhalda heilbrigði fótanna. Þegar komið er í létta fótsnyrtingu eða fótaaðgerð þá ákveður viðskiptavinur hvað hann vill leggja áherslu á, t.d. neglur, sigg eða einhver vandamál.

 • Létt fótsnyrting 30 mín
 • Létt fótsnyrting með lökkun 45 mín
 • Létt fótaaðgerð 30 mín
 • Létt fótaaðgerð með lökkun 45 mín

Vaxmeðferðir

Snyrtifræðingurinn fer með þér yfir hvaða vaxmeðferðir  er hægt að taka á þeim tíma sem þú hefur.