Snyrtistofan

03-Unique_Spa_herbergi.jpg
 
 

Spa

Andaðu & slakaðu

Tími þinn er mikilvægur og þekking okkar gerir það að verkum að hann nýtist sem best og reynsla af heimsókn til okkar verður eins og þú óskar þér.

Þú getur endurheimt jafnvægið með því að nýta þér fjölbreytta meðferð sem er í senn einstök og í farabroddi í okkar fagi.


Við höfum hugmyndafræði Aveda að leiðarljósi þegar kemur að fegurð og velferð einstaklingsins.

 
Thingvallavatn_120x40.jpg
 
 

Aveda andlit

Aveda andlitsmeðferðir eiga sér engan sinn líka, hver einasta meðferð er einstök alveg eins og þú. Sérhver meðferð miðast við þarfir þínar og því er engin andlitsmeðferð eins.

Létt andlitsmeðferð

Létt andlitsmeðferð tekur stuttan tíma en skilar húð og sál endurnærðri. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, nudd og maska. Endað er á viðeigandi augnkremi, serumi og andlitskremi.

andlitsmeðferð

Andlitsmeðferð þar sem unnið er með ilmolíum frá Aveda, leitast er eftir að koma á jafnvægi, veita vellíðan og fullkomna slökun. Byrjað er á ilmferðarlagi þar sem ilmolía er valin til að nota í gegnum meðferðina. Húðin er yfirborðshreinsuð og djúphreinsuð. Því næst er nudd á höfuð, herðar og andlit sem endar á maska og handanuddi. Meðferðinni lýkur með viðeigandi augnkremi, serumi og andlitskremi.

 

Outer Peace húðhreinsun

Húðin yfirborðshreinsuð og djúphreinsuð. Unnið á bólum og fílapenslum og endað á maska og kremi sem hentar.
Í þessari meðferð eru Outer Peace húðvörurnar frá Aveda notaðar sem eru sérstaklega gerðar fyrir bólótta og vandamálahúð.

 Lúxus andlitsmeðferð með hreinsun

Andlitsmeðferð þar sem húðin fær góða hreinsun ásamt nuddi. Meðferðin byrjar á yfirborðshreinsun og djúphreinsun þar sem hún er hituð og undirbúin til kreistunar á fílapenslum. Eftir kreistun er nudd á herðar, háls, andlit og höfuð. Því næst er borinn á viðeigandi maski og handanudd. Meðferðin lýkur á viðeigandi augnkremi, serumi og andlitskremi.

 
 
 

Aveda líkami

Byggt er á hinni aldagömlu Ayurveda hugmyndafræði í meðferðunum, sem unnar eru af natni og umhyggju af snyrtifræðingum okkar.

Notaðar eru sérblandaðar ilmolíur og tækni sem slakar á, endurlífgar og færir líkamann aftur í jafnvægi.

 

Stress Fix líkamsmeðferð

Klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að meðferðin dregur úr streitu. Meðferðin samanstendur af sænsku nuddi, djúpvöðvanuddi, þrýstipunktameðferð og svæðanuddi fyrir fætur.
Þetta dregur úr spennu á svæðum þar sem streita vill safnast upp í líkamanum, það eru staðir eins og axlir, háls, andlit, efra bak, framhandleggir og fætur.  Notast er við vörur sem eru sérstaklega búnar til fyrir meðferðina.

Elemental Nature nudd

Nudd sem byggt er á samspili frumefna náttúrunnar og hugmyndafræði Aveda um heilsu, fegurð og velferð einstaklingsins. Frumefnin eru talin fimm: loft, eldur, vatn, jörð og óendanleiki. Með hreinum ilmkjarnaolíum er leitast við í meðferðinni að koma á jafnvægi líkama og sálar. Klassískt slökunarnudd þar sem líkaminn er nuddaður frá toppi til táar. Mýkir vöðva, eykur slökun og vellíðan.

 

 
 
 

Fleiri meðferðir – betra verð

Viltu gleðja tilvonandi brúður? Gefa yndislega afmælisgjöf eða jólagjöf? Það er líka tilvalið að gefa þeim sem á allt.

Þú pantar á vefnum eða kemur við í Borgartún 29, borgar og sækir. Gjafabréfin gilda í eitt ár frá kaupdegi.

Fleiri meðferðir  – betra verð

Við erum búnar að setja saman fleiri en eina meðferð og þá nýtur þú betri kjara, en ef stakar meðferðir væru verslaðar.

Gjafabréf

Gjafabréf er hægt að fá fyrir alla þjónustu hjá okkur, fyrir hvaða upphæð sem er.  Hafðu samband, hringdu í 552 6789 eða sendu okkur póst á unique@unique.is

 

Hendur & fætur

Í daglegu amstri mæðir mikið á höndum og fótum. Við höfum trú á því að allir verði að hugsa vel um húðina, sama hvar á líkamanum hún er.

Hendur eru oftast óvarðar og verða fyrir miklu álagi frá umhverfinu og alls konar efnum sem við meðhöndlum. Fæturnir sem eru venjulega varðir eiga það frekar á hættu að verða útundan.

Fótaaðgerð

Fótaaðgerðafræðingur meðhöndlar fætur og fótamein. Neglur eru klipptar og lagaðar til, hörð húð fjarlægð,  unnið á fótameinum ef þau eru til staðar ásamt því að veita faglega ráðgjöf. Meðferðin endar á slakandi nuddi með nærandi fótakremi. Ef óskað er eftir lökkun á neglur, þá er það ekkert sjálfsagðara, það tekur 15 mínútur í viðbót og þarf að taka fram þegar pantað er.

Fótaaðgerð er líka fyrirbyggjandi og því eru allir velkomnir hvort sem um fótavandamál er að ræða eða ekki.

Algeng vandamál eru:

 • líkþorn

 • vörtur

 • sprungur

 • mikið sigg

 • inngrónar neglur

Fótsnyrting

Í fótsnyrtingu fer snyrtifræðingur höndum um fætur þína. Endurlífgandi þjónusta þar sem réttum aðferðum er beitt til að viðhalda og snyrta, neglur og naglabönd. Neglur eru þjalaðar og naglabönd snyrt. Hörð húð fjarlægð og fætur nuddaðir með nærandi fótakremi.    Ef óskað er eftir lökkun á neglur, þá er það ekkert sjálfsagðara, það tekur 15 mínútur í viðbót og þarf að taka fram þegar pantað er.

 

Handsnyrting

Í handsnyrtingu notar snyrtifræðingur réttar aðferðir til að viðhalda fallegri húð, nöglum og naglaböndum.
Neglur eru þjalaðar og naglabönd eru snyrt. Hendurnar eru nuddaðar með nærandi kremi.    Ef óskað er eftir lökkun á neglur, þá er það ekkert sjálfsagðara, það tekur 15 mínútur í viðbót og þarf að taka fram þegar pantað er.

 

Litun & plokkun

Litun og plokkun

Litun augnhára og brúna er hægt að fá saman eða sitt í hvoru lagi. Snyrting augabrúna er bæði möguleg með plokkun en einnig er í boði að fá vax á augabrúnir.

 • Augnháralitun, augabrúnalitun og plokkun

 • Augnháralitun og plokkun

 • Augabrúnalitun og plokkun

 • Augnháralitun

 • Augabrúnalitun

 • Plokkun eða vax

Á meðan þú bíður

Litun og plokkun er aðeins ein þeirra meðferða sem við bjóðum uppá meðan þú bíður með litinn í hárinu.  Aðrar meðferðir sem í boði eru á meðan þú bíður eru t.d. handsnyrting og fótsnyrting.

 

 

Vaxmeðferðir

Vaxmeðferðirnar okkar eru í boði, bæði fyrir andlit og allan líkamann.

Tími í vaxmeðferð er mjög einstaklingsbundinn og getur ráðist af hárvexti hvað meðferðin tekur langan tíma.

Ráðfærðu þig við snyrtifræðinginn þinn um hvaða meðferðir hentar að setja saman fyrir þig, miðað við þínar þarfir og þann tíma sem þú hefur.

Vaxmeðferðir

 • Vax að hnjám

 • Vax að hnjám og í nára

 • Vax að hnjám, í nára og aftan á lærum

 • Vax í nára

 • Vax að nára

 • Vax á leggi og nára

 • Vax á bak

 • Brasilískt vax (aðeins fyrir konur)

 • Vax að hné og brasilískt

 • Vax alla leið og brasilískt

 • Vax undir hendur

 • Vax á efri vör

 • Vax í andlit